Alltum CityAlmennt um EnskaHugleiðingar dagsins

Þetta var ekki bara sigur þetta var statement…

Það er margt sem maður hugsar að morgni dags eftir svona dag eins og í gær.

Sigurinn á City og Leroy Sane staðfestur til Munchen,

Ég er búinn að vera pirraður á þessu Sane dæmi , pirraður út í hann að vilja fara og pirraður út í Bayern Munchen.

Eftir gærdaginn hef ég ákveðið að hætta að vera pirraður út í Sane . Hann er búinn að gefa mér fullt af frábærum augnablikum , sérstaklega gegn Liverpool ;-).

Það er víti til varnaðar hvernig aðdáendur Liverpool láta ennþá gagnvart Sterling . Mér langar einfaldlega ekki þangað .

Það hatur sem þeir búa yfir í garð Sterling hlýtur að vera óholt , mér langar til að horfa á fótbolta og hafa gaman af . Leikmenn koma og fara og það er mismunandi ástæður þannig að ég segi gangi þér vel Leroy og takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur… Hvað Bayern Munchen varðar þá ætla ég að gefa skít á þeirra framferði og ekkert mun afsaka hvernig þeir hafa komið fram við City , meira að því síðar..

Jæja að leiknum í gær.

Mér langar að segja svolítið um Liverpool fyrst.

Þeir eru frábært lið , besta lið sem ég hef séð í því sem þeir gera. Ég hef aldrei séð betur þjálfað lið líkamlega .

Þeim hefur tekist að búa til sigurmaskínu sem sameinar , líkamlegan styrkleika, hlaupagetu , sendingargetu og 100% einbeitingu í 2 ár samfleitt sem er stórkostlegt og vel gert Liverpool . En hafandi sagt allt þetta þá er City betra fótboltalið.

Ég vill beina því til allra City manna að taka ekki mark á því sem sagt er um leikinn í gær . Það sem ég hef lesið eru afsakanir og aftur afsakanir.

Byrjum á aðal ástæðunni.. Liverpool eru búnir að fagna titlinum svo vel að þeir voru þunnir. Þetta var í alvörunni notað bæði af Tómasi hjá Símanum ( að vísu tók Eiður Smári það ekki í mál og er það vel) og hjá Sky.

Sko ef það er málið þá myndi ég hafa áhyggjur sem Liverpool aðdáandi þeir muna ekki vinna neitt á næstunni ef það er nálgunin.

Leikurinn skipti engu máli fyrir Liverpool þeir voru búnir að vinna deildina … Jamm einmitt það var greinilegt á byrjunarliðinu.

Málið er þetta þeir vildu vinna leikinn það er enginn spurning þeir vildu sýna framm á að þeir væru svo langbestir.

Atvinnu knattspyrnumenn eru ekki fullir í viku , þá ert þú ekki lengur atvinnuknattspyrnumaður.

Ég sá að við myndum vinna þegar þeir gengu inn á völlinn og fengu heiðurvörðinn, þeir virkuðu stífir og vissu ekki alveg hvernig þeir áttu að vera.

Þeirra leikskipulag gekk út á að við myndum gera mistök og ef það hefði gerst þá hefði ég alveg séð þá vinna leikinn, en í þetta sinn gerðum við ekki mistök í þetta sinn spiluðum við okkar bolta og fótbolti Manchester City er sá besti sem maður sér í dag.

Við eyðilögðum partý ið sem Liverpool og fjölmiðlar ætlaðu að hafa eftir þennan leik það er enginn vafi að það átti enginn von á þessari útkomu.

og að lokum Phil Foden verður einn besti leikmaður úrvalsdeildarinnar á næsta ári.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *