Leikmenn

David Silva 21

Allt tekur enda sérstaklega í fótbolta þar sem ferill leikmanna er stuttur og oftast eru þeir ekki lengi hjá liðum .

Núna fáum við þær fréttir City aðdáendur að einn besti leikmaður City fyrr og síðar er að hætta með City og mun bara spila eitt tímabil eitt.

David Josué Jiménez Silva fæddist 8.januar 1986 í Arguineguín sem er bær á Kanarí eyjum.

Hann sló í gegn með Valencia og var fljótt orðaður við Manchester United og Chelsea, eitthvað voru menn áhyggjufullir um að hann væri of lítill fyrir ensku úrvalsdeildina þar á bænum en það kom öllum á óvart þegar hann gekk til liðs við Manchester City þann 30.jún 2010. City borgaði 24 miljónir fyrir kappann . Hann byrjaði ekkert rosalega vel og tók hann smá tíma að venjast deildinni.

Það var svo í leik gegn Blackpool sem hann skoraði geggjað mark og hefur hann eiginlega ekki litið til baka síðan.

Hérna eru 10 flottustu mörk hans fyrir City

David Silva hefur klárlega verið einn albesti leikmaður sem spilað hefur í úrvalsdeildinni en eins og með svo marga leikmenn City þá hefur hann ekki fengið það kredit sem hann á skilið, hann hefur td aðeins 2 verið valinn í lið ársins, sem er náttúrulega bara grín.

Ég mun pottþétt skrifa meira um þennan meistara hann gerir allt vel meiri segja hárígræðslan er fullkominn.

Tímabilið 2017-18 eignaðist hann og konan hans lítin dreng sem var fyrirburi honum var á tímabili vart hugað líf og ferðaðist David Silva á milli sjúkrahúsins á Spáni og í leiki með City sem hann átt hvern stórleikinn á fætur öðrum.

Frábær leikmaður og frábær persóna sem aldrei hefur verið með neitt vesen , það kæmi mér mjög á óvart ef Barcelona eða Real Madrid hafi ekki haft áhuga á honum en hann hélt tryggð við City öll þessi ár.

Ég kem til með að sakna Silva og það mun enginn geta tekið við honum , en það kemur maður í mans stað og Phil Foden nær vonandi að stíga upp og verða að þeim leikmanna sem ég vona að hann verði.

að lokum þá er hér afreka skrá David Silva vonandi bætir hann í hana á þessu tímabili

Honours

Silva (pictured centre) won three consecutive major trophies (Euro 2008, 2010 World Cup, and Euro 2012) with Spain

Valencia

Manchester City

Spain U19

Spain

Individual

Orders

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *