Alltum CityUppgjör

Ársfjörðungs uppgjör partur 1

Nú er góður tími að fara yfir fyrsta uppgjör fyrir þetta tímabil.

Búnir eru 10 leikir í deildinni og er City í 2. sæti með 22 stig . Það sem við erum að glíma við er fyrirbæri sem kallast Liverpool, it means more , You newer walk alone og allt það.

Ég ætla mér að fjalla um Liverpool í annara grein, en stutta útgáfan er að þeir eru búnir að vinna alla leiki nema einn þannig að vera nánast með fullt hús hlýtur að segja sig sjálft að þeir hafa verið mjög góðir en þó verð ég að segja að ákveðinn heppni hefur fylgt þeim bæði hvað varðar i leikjunum sjálfum og svo hafa flestir lykilleikmenn þeirra haldist heilir.

Undirbúningstímabilið hófst með ferð til Asiu nánar tiltekið Kína og Hong Kong.

Spiluði City við West Ham

og Wolves

Auðveldur sigur gegn West Ham og jafntefli gegn Wolves.

Alltaf þegar undirbúningstímabil er þá hlakkar maður til að sjá unga og efnilega stráka spila fyrir liðið og Pep sveik ekki .

Þeir sem ég var hrifnastur af voru tveir 17 ára strákar.

varnarmaðurinn Taylor Harwood Bellis og miðjumaðurinn Tommy Doyle.

Báðir eru þessir drengir uppaldir City aðdáendur og eins og Þórsarar segja þeir deyja fyrir klúbbinn.

hérna er Harwood Bellis að styðja liðið á útivelli eins og venjulegur aðdáendi sjá hér

Gaman að benda á að Afar Tommy Doyle eru engir aðrir en Mike Doyle og Glyn Pardoe. Mikið væri nú gaman ef þessir strákar nái alla leið í aðalliðið.

síðar voru leikir við kínverst lið og lið frá Hong Kong.

Ég er mikið á móti þessum ferðum en skil samt að í nútímafótbolta þá þarf maður að auglýsa klúbbinn og þessar ferðir eru notaðar í slíkt.

Í fyrsta sinn þá lauk félagsskipta glugginn áður en tímabilið byrjaði þ.e.a.s hvað varðar ensku liðin en ekki í evrópu eins fáranlegt og það hljómar,

City keypti 3 mjög spennandi leikmenn fyrst skal nefna Angelino sem er að koma aftur heim en eins og flestir vita var hann uppalinn hjá City.

Rodri og Cancelo komu fyrir mikinn pening og svo Carson markmaður sem ég flokka ekki sem spennandi og tel ég engar líkur að við sjáum hann spila neitt.

Danilo var seldur til Juventus skipti við Cencelo og svo er ekki lokið enn þá hundleiðinleg framhalds saga að Bayern Munchen vill kaupa Sane og er ekki komið í ljós hvernig það mun fara.

Tímabilið byrjaði í raun með stórleik , leikurinn um góðgerðarskjöldin var nefnilega milli City og Liverpool liðana sem háðu baráttu um titilinn og allir spá að munu hjá annað einvígi á þessu tímabili.

Leikurinn sjálfur var fín skemmtun, City betri í fyrri og Liverpool í seinni og svo unnum við að sjálfsögðu í vító, Sane meiddist illa í leiknum og þurfti að fara í aðgerð á hné og hefur ekki spilað síðan fyrstu meiðslin þau áttu eftir að vera fleiri.

Fyrsti leikur tímabilsins var á útivelli gegn West Ham 0-5 sigur og lítið um það að segja nema City voru geggjaðir algjörlega geggjaðir.

Í næsta leik gerði City jafntefli við Tottenham í leik þar sem City hefur sjaldan spilað betur og hvernig þeir unnu ekki er með algjörum ólíkindum og VAR tók leikinn yfir eins og allir vita .

nokkrir sigurleikir komu eftir þetta.

en svo kom að Norwich leiknum. Ég hef ákveðna skoðun á þessum leik og sé hann öðruvísi en margir gera. Þessi leikur var í mínum huga algjört frík Norwich vantaði fullt af mönnum og spiluðu allir sem einn langt langt yfir getu og á meðan gerðu City óteljandi tæknifeila.

Ef þessi leikur er spilaður 10 sinnum aftur þá er ég klár að City vinni í öll skiptin. Enda hefur það komið í ljós að Norwich er frekar lélegt lið og hefur ekki spilað nálægt því eins og í þessum leik í næstu leikjum sínum.

Samt má ekki gleyma að tapið er algjörlega City að kenna og skil ég ekki enn hvernig þeir komu inn í þennan leik hvort sem KDB var hvíldur eða ekki þá á þetta ekki að gerast.

City kom til baka með því að vinna stærsta sigur sinn ever í ensku úrvalsdeildinni unnu Watford 8-0 í leik sem einkenndist að misnotkun á dauðafærum . City hefði hæglega getað unnið þennan leik svona 12-0

Við höfum síðan unnið Everton á útivelli sem mér fannst mjög sterkt, þar kom endanlega í ljós hversu góður Ederson er , ég er ekki í vafa um að þar fer einn besti markmaður í heimi mér langar að segja besti markmaður í heimi en ég held ekki með Liverpool og vill ekki haga mér eins.

Wolves komu á Etihad og fóru heim með öll stigin, þeir unnu einfaldlega með frábærlega uppsettu leikkerfi lágu vel til baka og slátruðu okkur á hraðaupphlaupum.

Týpiskt þá skoraði leikmaður bæði mörkin sem hefur skorað samtals 3 mörk á ferlinum ótrúlegt rugl.

Svo komumst við á sigurbraut aftur gegn C Palace og Aston Villa.

Niðurstaðan í deildinni er að við erum eins og staðan er í 2. sæti 6 stigum á eftir Liverpool.

Sane,Laporte og Zincenko hafa allir þurft að fara undir hnífinn og verða lengi frá, Walker, Stones,Mendy,Otamendy,Rodrigo,Kevin De Bruyne og Gabriel Jesus hafa allir misst úr leikjum ásamt að Aquero hefur spilað með smá óþægindi . Og það eru bara 10 leikir búnir, við getum ekki litið fram hjá þessu, umræðan er alltaf þannig að það eigi ekki að vorkenna City þeir eru svo ríkir og eru með svo breiðan hóp meðan sannleikurinn er að við erum ekkert með fleiri leikmenn enn aðrir það einfaldlega má ekki .

Liverpool hefur unnið 9 leiki af 10 þaö er frábær árangur sem erfitt er að keppa við en við nánari athugun þá hafa þeir unnið 5 af þessum 9 leikjum með einu marki og oft verið tæpir á sigrinum. Nú er ég ekki að segja að þeir hafi ekki átt skilið að vinna en því er ekki hægt að neita að heppnin hefur verið með þeim á margan hátt.

Hvað sem verður í titil baráttunni er ekki gott að spá um en Liverpool eru klárlega mun líklegri en City að vinna titilinn og í raun væri lélegt hjá þeim að klúðra þessu annað árið í röð.

Vörnin hefur verið mikið vandamál hjá City en hefur samt bara fengið einu marki fleira á sig en Liverpool og Leicester.

Markaskorun er sem fyrr ekki vandamál og hefur City skorað heil 32 mörk í 10 leikjum 3,2 mörk að meðaltali í leik sem er náttúrulega rugl.

Á öðrum vígstöðvum hefur City farið fullkomlega af stað . Í deildarbikar hafa þeir unnið báða leikina Preston og Southampton og hafa ungir og efnilegir menn fengið að spreyta sig , áður nefnir kappar Tommy Doyle og Harword Bellis fengu báðir að byrja sitt hvort leikinn og voru þeir mjög góðir, sem og Phil Foden en það var svo sem vitað að hann yrði frábær .

Í meistara deildinni er City einnig með fullt hús og ættu að sigla auðveldlega upp úr riðlinum.

Við verðum bara að vona að City haldi áfram að spila skemmtilegan fótbolta sem er aðalsmerki Pep og félaga og sjá til hversu langt það kemur okkur. Titla söfnun síðustu 2 tímabila ætti að gefa fyrirheit um það vonandi.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *